Anna Björk á leið til Örebro

Anna Björk Kristjánsdóttir í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í haust.
Anna Björk Kristjánsdóttir í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í haust. mbl.is/Golli

Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er á leið í atvinnumennsku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skrifar hún í dag undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örebro.

Anna er 26 ára gömul og lék upphaflega með KR en hefur verið í lykilhlutverki í sigursælu liði Stjörnunnar frá árinu 2009. Hún festi sig í sessi í landsliðinu á síðasta ári, var í byrjunarliði í sjö af níu leikjum ársins og á samtals 16 landsleiki að baki.

Örebro hafnaði í fimmta sætinu í Svíþjóð í fyrra en varð óvænt í öðru sæti árið 2014. Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir léku með liðinu á árunum 2009-2012 og urðu þá bikarmeistarar með félaginu. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert