Færeyingur í vörn FH-inga

FH-ingar eru búnir að ná sér í liðsauka til Færeyja.
FH-ingar eru búnir að ná sér í liðsauka til Færeyja. mbl.is/Golli

Færeyski knattspyrnumaðurinn Sonni Ragnar Nattestad hefur gert tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH, samkvæmt færeyska netmiðlinum jn.fo, sem hefur þetta eftir leikmanninum sjálfum.

Sonni er 21 árs gamall miðvörður sem hefur leikið í Danmörku undanfarin þrjú ár, með Midtjylland í úrvalsdeildinni og síðan með Horsens og Vejle í 1. deildinni. Hann er í færeyska 21-árs landsliðinu en var jafnframt fastamaður í A-landsliði Færeyja í síðustu undankeppni EM og spilaði þá alla tíu leiki liðains, alla í byrjunarliði.

Sagt var á jn.fo í kvöld að Sonni hefði farið til Íslands í dag en hann var til reynslu hjá Hafnarfjarðarliðinu fyrir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert