Ásgerður samdi í Svíþjóð

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði Stjörnunnar, er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad staðfesti við damfotboll.com að Ásgerður hefði samið við félagið út komandi keppnistímabil.

Ásgerður hefur áður verið hjá félaginu en hún var í láni þar frá Stjörnunni í byrjun síðasta tímabils og spilaði þá fimm fyrstu leiki þess í úrvalsdeildinni áður en hún sneri aftur í Garðabæinn í maí.

Fyrir hjá liðinu er Sif Atladóttir, auk Elísabetar og Björns Sigurbjörnssonar aðstoðarþjálfara, en Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur hættu þar eftir síðasta tímabil og eru komnar til liðs við Val.

Ásgerður er 28 ára gömul, leikur sem miðjumaður, og hefur verið í stóru hlutverki í sigursælu liði Stjörnunnar undanfarin ár. Hún hefur verið í landsliðshópnum upp á síðkastið og á átta A-landsleiki að baki.

Kristianstad hafnaði í 7. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en Elísabet er að hefja sitt áttunda ár sem þjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert