Af skólastofnunum

Hvað ætli þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni þyki um …
Hvað ætli þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni þyki um umræðuna um „gamla“ skólann og þann „nýja“. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ég hef töluvert klórað mér í höfuðleðrinu yfir umræðunni um „gamla skólann“ og „nýja skólann“ í fótboltaheiminum; aðallega þegar átt er við að þjálfarar séu af öðrum hvorum skólanum. Þátttakendur í umræðu um fótbolta eru óhræddir við að stimpla þjálfara sem nemendur úr öðrum hvorum þessara skóla.

Hjá námfúsum vaknar vitaskuld forvitni og áhugi á því að fletta þessum námsstofnunum upp; „gamla skólanum“ og „nýja skólanum“. Þegar reynt er að afla sér vitneskju um þessi fyrirbæri, sem mönnum verður svo tíðrætt um í umræðu um þjálfara, grípur maður nánast í tómt.

Eins og ýmislegt annað í umræðu um íþróttir virðist hér vera um að ræða afskaplega yfirborðskennt og illa rökstutt fyrirbæri.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert