Björgvin snöggur að skora í Noregi

Björgvin Stefánsson í leik með Haukum síðasta sumar.
Björgvin Stefánsson í leik með Haukum síðasta sumar. mbl.is/Styrmir Kári

Haukamaðurinn Björgvin Stefánsson, markakóngur 1. deildarinnar í knattspyrnu á síðasta keppnistímabili, var fljótur að komast á blað með norska B-deildarliðinu Kongsvinger en þar er hann til reynslu þessa dagana.

Björgvin skoraði strax á 18. mínútu í dag þegar Kongsvinger sigraði HamKam, 2:0, í æfingaleik í Kongsvingerhöllinni.

Björgvin, sem er 21 árs gamall og skoraði 20 mörk í 22 leikjum Hauka í 1. deildinni í fyrra, lék í 80 mínútur með Kongsvinger sem vann sér sæti í B-deildinni á ný síðasta haust eftir stutta fjarveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert