Aron semur við Tromsö til þriggja ára

Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson. mbl.is/Eva Björk

Aron Sigurðarson knattspyrnumaðurinn stórefnilegi úr Fjölni mun ganga í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Tromsö en í fréttatilkynningu frá Fjölni kemur fram að félagið hafi selt Aron til norska liðsins og mun hann gera þriggja ára samning við félagið.

Frétttlkynningin frá Fjölni er svohljóðandi;

„Fjölnir hefur selt Aron Sigurðarson til Tromsö þar sem hann gerir 3 ára samning. Kaupverðið er trúnaðarmál. Samhliða sölunni á Aron þá hafa félögin tvö gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem m.a. mun fela í sér að  Fjölnir mun senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Tromsö.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert