Breiðablik með tilboð í Gary Martin?

Gary Martin kom til KR á miðju sumri árið 2012. …
Gary Martin kom til KR á miðju sumri árið 2012. Hann skoraði 5 mörk í 15 leikjum í Pepsideildinni í fyrra en var markakóngur árið áður. mbl.is/Eggert

Breiðablik hefur gert KR tilboð í enska framherjann Gary Martin samkvæmt frétt vefmiðilsins Fótbolta.net í kvöld.

Blikar munu einnig hafa reynt að fá Martin síðasta sumar þegar þeir voru í framherjaleit, en enduðu á að fá til sín Jonathan Glenn frá ÍBV.

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fótbolta.net á miðvikudag að Martin yrði um kyrrt hjá KR, en Víkingur R. hefur einnig sýnt framherjanum áhuga. Frá síðustu leiktíð hefur KR látið framherjann Þorstein Má Ragnarsson fara en samið við danska framherjann Morten Beck Andersen. Þá er Hólmbert Aron Friðjónsson hugsanlega á förum en sænska meistaraliðið Norrköping hefur gert að minnsta kosti eitt tilboð í kappann sem KR hafnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert