„Gudjohnsen er áhætta“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Gudjohnsen er áhættal“ er fyrirsögnin í netútgáfu norska blaðsins Verdens Gang en Eiður Smári Guðjohnsen skrifar í dag undir eins árs samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde.

„Að Molde sé að fá Eið Smára Guðjohnsen er gaman en það er óvíst hvort það sé klókt. Kannski er engin ástæða til að efast og kannski er hann meira en nógur góður til að færa Molde aukna breidd en ég efast samt svolítið um það,“ skrifar Trond Johannessen, íþróttafréttamaður Verdens Gang.

Eiður Smári verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde. Áður hafa Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Bjarni Þorsteinsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson og Björn Bergmann Sigurðarson leikið með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert