„Stærsta nafnið sem spilar í norsku deildinni“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Gudjohnsen er líklegasta stærsta nafnið sem spilað hefur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, skrifar norski sparkspekingurinn Lars Tjærnås í norska blaðinu Stavanger Aftenblad í dag en Eiður Smári skrifar í dag undir eins árs samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde.

„Molde er fyrst og fremst að fá leikmann sem veit hvernig á að vinna og hann mun njóta gríðarlegrar virðingar í búningsklefanum fyrir það sem hann hefur afrekað á ferli sínu,,“ skrifar Tjærnås en koma Eiðs Smára til Molde hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og margir knattspyrnuáhugamenn þar í landi bíða spenntir eftir að sjá Eið leika listir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert