Draumurinn var alltaf fyrir hendi

Málfríður Erna Sigurðardóttir og fjölskylda.
Málfríður Erna Sigurðardóttir og fjölskylda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var stefnan að komast í landsliðshópinn á nýjan leik,“ sagði Málfríður Erna Sigurðardóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki og þriggja barna móðir, sem verður í eldlínunni þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna mætir pólska landsliðinu í vináttulandsleik í Nieciecza í Póllandi á morgun.

Málfríður Erna var síðast í íslenska landsliðinu árið 2011 og hafði um nokkurt skeið dregið sig út úr sviðsljósi fótboltans vegna meiðsla og barneigna. Hún skaust fram á sjónarsviðið á síðasta ári og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki og þótti leika afar vel.

„Ég þurfti sannarlega að hafa fyrir því að koma til baka inn á knattspyrnuvöllinn. Ég er hinsvegar heppin að eiga góða að. Móðir mín og maðurinn minn hafa verið dugleg að hjálpa mér við eitt og annað, m.a. að gæta barnanna meðan ég fór á æfingar og eins hafa þau hvatt mig áfram,“ segir Málfríður Erna.

Sjá viðtal við Málfríði Ernu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert