Birkir og Basel í dramatík

Birkir Bjarnason fagnar marki með Basel.
Birkir Bjarnason fagnar marki með Basel. AFP

Birkir Bjarnason verður fulltrúi Íslands í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Hann lék allan tímann í dramatískum sigri svissnesku meistaranna Basel á St. Étienne frá Frakklandi í gærkvöld, 2:1, en lið hans komst áfram á því að skora fleiri mörk á útivelli eftir að hafa tapað 3:2 í Frakklandi.

Basel var yfir nær allan leikinn, 1:0, en fékk á sig jöfnunarmark á 89. mínútu. Frakkarnir virtust á leiðinni áfram en á annarri mínútu í uppbótartíma skoraði Luca Zuffi sigurmark Basel. Hann gerði líka fyrra markið með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu. Birkir var óheppinn að skora ekki snemma leiks þegar markvörður Frakkanna varði frá honum úr dauðafæri.

Aðrir Íslendingar eru fallnir úr keppni. Ragnar Sigurðsson missti af leik Krasnodar sem tapaði 0:2 fyrir Spörtu frá Prag á heimavelli og 0:3 samanlagt. Alfreð Finnbogason og Eiður Smári Guðjohnsen máttu ekki spila með Augsburg og Molde sem voru slegin út og Böðvar Böðvarsson var ekki í hópnum hjá dönsku meisturunum Midtjylland sem steinlágu gegn Manchester United á Old Trafford, 5:1.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert