Ferðirnar ekki fleiri frá hruni

Íslandsmeistarar FH fara til Spánar í æfingaferð.
Íslandsmeistarar FH fara til Spánar í æfingaferð. mbl.is/Golli

Alls fara 32 íslensk meistaraflokkslið í knattspyrnu til útlanda í æfingaferð áður en að Íslandsmótið hefst í maí.

Þetta kemur fram í samantekt Fótbolta.net í dag en þar segir að fjöldi liða sem halda vilji á hlýrri slóðir til æfinga, hafi ekki verið meiri frá bankahruninu árið 2008. Alls fóru 25 lið út í fyrra.

Öll tólf liðin í Pepsi-deild karla fara út í æfingaferð og átta af tíu liðum í Pepsi-deild kvenna. Þá fer einnig fjöldi liða úr neðri deildum í slíka ferð, meðal annars 4. deildarlið Hamars í karlaflokki.

Algengast er að liðin fari til Spánar.

Hægt er að SMELLA HÉR til að sjá samantekt Fótbolta.net og hvaða lið fara út í æfingaferðir í ár.

Íslandsmeistarar Breiðabliks völdu Þýskaland.
Íslandsmeistarar Breiðabliks völdu Þýskaland. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert