Loic Ondo farinn austur á firði

Loic Ondo í búningi Grindavíkur í baráttu við Hjálmar Þórarinsson
Loic Ondo í búningi Grindavíkur í baráttu við Hjálmar Þórarinsson Ómar Óskarsson

Loic Mbang Ondo hefur gengið til liðs við Fjarðabyggð og mun leika með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Ondo hefur leikið hér á landi frá árinu 2010 þegar hann gekk til liðs við Grindavík og spilaði sautján leiki með liðinu í Pepsi-deildinni það ár. Hann fór í eitt ár til BÍ/Bolungarvíkur áður en hann kom aftur til Grindavíkur, en sneri svo endanlega aftur vestur og hefur leikið með liðinu síðustu þrjú ár.

Ondo, sem er frá Gabon, skoraði þrjú mörk í 21 leik fyrir BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í fyrra en alls á hann að baki 113 leiki í deild og bikar hér á landi og skorað í þeim sjö mörk.

Hann er yngri bróðir Gilles Mbang Ondo sem lék í framlínu Grindavíkur 2008-2011, en spilar nú með Al-Nahda í Óman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert