Súrsætt að enda á Celtic

Atli Jóhannsson þarf líklega að láta gott heita í fótboltanum.
Atli Jóhannsson þarf líklega að láta gott heita í fótboltanum. mbl.is/Eva Björk

„Ég var að vonast eftir því að geta spilað áfram í sumar og stefndi að því. En staðan hjá mér er þannig núna að ég er að öllum líkindum búinn að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í mjöðm. Það var virkilega erfið ákvörðun, þar sem ég var sjálfur ekki tilbúinn að hætta strax,“ sagði Atli Jóhannsson, knattspyrnumaður úr Stjörnunni, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Atli missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðslanna en samt var hann að því loknu sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem var með flesta leiki allra í deildinni. Þeir eru samtals 236 með Stjörnunni, KR og ÍBV og hann hefði verið leikjahæsti útispilarinn í deildinni í upphafi leiktíðarinnar.

„Ég hafði hug á að ná 300 leikjum í deildinni og það hefði verið virkilega gaman en ég er eftir sem áður stoltur af því sem ég hef náð,“ sagði Atli, sem lék stórt hlutverk í Stjörnuliðinu þegar það varð öllum á óvart Íslandsmeistari árið 2014, ásamt því að ná frábærum árangri í frumraun sinni í Evrópukeppni.

Nánar er rætt við Atla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert