Brynjar Björn tekur fram skóna

Brynjar Björn Gunnarsson lék með KR 2013.
Brynjar Björn Gunnarsson lék með KR 2013. mbl.is/Golli

Brynjar Björn Gunnarsson, einn reyndasti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og atvinnumaður um langt árabil, tekur skóna af hillunni á ný í kvöld.

Brynjar hefur allavega fengið leikheimild með Garðabæjarliðinu KFG sem leikur í 4. deild og fær 2. deildarlið Ægis í heimsókn á Samsung-völlinn í fyrstu umferð bikarkeppninnar í kvöld.

Brynjar Björn, sem er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, lagði skóna á hilluna frægu haustið 2013 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR, á fyrsta og eina ári sínu á Íslandi eftir sextán ára atvinnumennsku erlendis, en frá þeim tíma hefur hann verið hægri hönd Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar.

Brynjar, sem er 39 ára gamall, er fimmti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 74 landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert