Enn fleiri til Fáskrúðsfjarðar

Leikmenn Leiknis á Fáskrúðsfirði fagna marki.
Leikmenn Leiknis á Fáskrúðsfirði fagna marki. Ljósmynd/Jóhanna Kristín Hauksdóttir

Nýliðar Leiknis á Fáskrúðsfirði sem þreyta frumraun sína í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar halda áfram að bæta við sig leikmönnum fyrir tímabilið.

Þeir fengu í dag enn einn spænska leikmanninn í sínar raðir en hann heitir Jesus Guerrero og leikur sem miðvörður eða varnartengiliður.

Þá kemur fram á heimasíðu Leiknis að Alexander Ainscough, bandarískur sóknarmaður sem er af írsku bergi brotinn og hefur leikið fyrir yngri landslið Írlands, muni einnig leika með liðinu í sumar.

Þá lítur listinn yfir nýja leikmenn Leiknis þannig út, dagsetningar segja til um leikheimild hjá KSÍ:

30.4. Jesus Guerrero frá spænsku félagi
28.4. José Omar Ruiz frá Yeclano (Spáni)

27.4. Ignacio Poveda frá spænsku félagi

27.4. Jonas Westmark frá norsku félagi
  7.4. Adrián Murcia frá Alcoyano (Spáni)
11.3. Amir Mehica frá Fjarðabyggð
10.3. Alberto Ramón frá Acero (Spáni)

Ófrágengið: Alexander Ainscough frá Bandaríkjunum

Fyrsti leikur Leiknismanna í 1. deildinni, eða Inkasso-deildinni eins og hún nefnist í sumar, er gegn Selfyssingum á útivelli laugardaginn 7. maí. Fyrsta heimaleikinn spila þeir síðan gegn nágrönnum sínum í Fjarðabyggð á sameiginlegum heimavelli liðanna, Fjarðabyggðarhöllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert