Grét í stúkunni og dreymir að spila með KR

KR-ingar hafa endað í þriðja sæti Pepsi-deildar karla undanfarin tvö ár og ekki náð að fylgja eftir meistaratitlinum sem þeir unnu 2013 en koma sterkir til leiks eftir góða sigurgöngu í síðustu leikjum undirbúningstímabilsins þar sem þeir unnu Lengjubikarinn.

Mbl.is heimsótti þá Skúla Jón Friðgeirsson varnarmann og Hilmar Guðjónsson stuðningsmann á KR-völlinn og þeir voru báðir fullir eftirvæntingar fyrir tímabilið en KR mætir Víkingi R. í fyrstu umferð í Vesturbænum á mánudagskvöldið.

Hilmar kvaðst hafa verið grátandi í stúkunni þegar KR varð meistari árið 1999, eftir þriggja áratuga bið félagsins, og hann segir að sig dreymi reglulega að hann sé að spila á KR-vellinum í KR-búningnum.

Skúli er ánægður með þá stígandi sem hefur verið í liði KR upp á síðkastið og segir að liðið sé búið að spila sig vel saman þrátt fyrir miklar breytingar. Stefnan sé að halda markinu hreinu og skora vonandi fleiri mörk en í fyrra.

Þetta og mikið meira má sjá og heyra í meðfylgjandi myndskeiði.

Stjarnan: Silfurskeiðin mætir í jarðarför Miðjunnar.
Valur: Snýst ekki um kaffi og kleinur í ár.
Fjölnir: Í Fjölni eru allir stjörnur.
ÍA: ÍA er eins og fasteignaverðið.
Fylkir
: Hemmi er enginn vitleysingur.
Víkingur R.
: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.

ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

KR-ingar luku undirbúningstímabilinu sem deildabikarmeistarar og tóku við Lengjubikarnum.
KR-ingar luku undirbúningstímabilinu sem deildabikarmeistarar og tóku við Lengjubikarnum. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert