Gylfi Sig varð ekki til í höllunum

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Á dögunum ræddi ég við mann sem stendur Gylfa Þór Sigurðssyni nærri. Ræddum við eitt og annað varðandi Gylfa og velgengni hans. Vegna umræðunnar um ágæti knattspyrnuhallanna þá nefndi viðmælandi minn nokkuð athyglisvert.

„Gylfi varð ekki til í höllunum. Hann var bara tvo vetur í knattspyrnuhúsi. Gylfi fór hins vegar snemma út til að reyna fyrir sér.“

Fannst viðmælanda mínum undarlegt að menn væru að tengja knattspyrnuhallirnar í ríkum mæli við velgengni landsliðsins og þeirra landsliðsmanna sem nú eru að spila. Margt er til í þessu því ekki er endilega tímabært að fella dóm yfir því hversu góðir leikmennirnir verða sem alast alfarið upp í knattspyrnuhúsunum. Gylfi og kynslóð hans var um tíu ára aldurinn þegar fyrsta hús leit dagsins ljós í Reykjanesbæ. Sjálfur var Gylfi líklega í kringum 13-15 ára aldurinn þegar hann æfði í Fífunni.

Ekki tímabært að meta áhrif

Ég vek ekki athygli á þessu á þessum vettvangi af því að knattspyrnuhúsin séu slæm hugmynd. Þau eru það alls ekki, nema ef til vill fyrir skattgreiðendur í einhverjum tilfellum. Knattspyrnuhúsin eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir íþróttina á Íslandi og munu vafalaust gera það að verkum að við eignumst fleiri flinka og tæknilega góða knattspyrnumenn af báðum kynjum en áður. Ekki er þar með sagt að knattspyrnuhúsin séu lykilatriði í því hversu öflug A-landsliðin okkar eru eða séu lykilþáttur í því að leikmenn skari fram úr í atvinnumennsku. Líklega hafa hallirnar fremur lítið með það að gera að íslenska landsliðið verður á EM í Frakklandi í sumar. Það stemmir einfaldlega ekki nægilega vel við kennitölur landsliðsmannanna.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert