Hvalreki norðan heiða

Guðmann Þórisson mun leika með KA í sumar.
Guðmann Þórisson mun leika með KA í sumar. Ljósmynd / ka.is

KA og FH hafa komist að samkomulagi þess efnis að Guðmann Þórisson gangi til liðs við KA sem leikur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu karla á láni í sumar og leiki með liðinu út tímabilið. KA hefur síðan forkaupsrétt að Guðmanni að tímabilinu loknu.

Guðmann er fæddur árið 1987 og leikur sem miðvörður. Hann er uppalinn hjá Breiðablik en fór út sem atvinnumaður til Noregs árið 2010. Guðmann sneri til baka til Íslands og gekk í raðir FH árið 2012. Þar lék Guðmann til ársins 2014 þegar hann fór aftur út í atvinnumennskuna og lék í Svíþjóð, nánar tiltekið með Mjälby. Guðmann lék síðan með Íslandsmeistaraliði FH í fyrrasumar.

Guðmann hefur samtals leikið 114 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað í þeim 10 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einnig varð hann bikarmeistari með Breiðablik árið 2009. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert