Draumamark tryggði Ólsurum óvæntan sigur

Frá leik Breiðabliks og Víkings í kvöld.
Frá leik Breiðabliks og Víkings í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðarnir í Víkingi Ólafsvík gerðu sér lítið fyrir og fóru með þrjú stig í farteskinu vestur á Snæfellsnes í kvöld þegar þeir heimsóttu Breiðablik í Kópavoginn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Tvö glæsileg mörk dugðu þar sem Blikar gerðu aðeins eitt þrátt fyrir mörg tækifæri til að skora meira og lokatölur því 2:1 fyrir Ólafsvíkinga.

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur, sérstaklega framan af en Víkingar þó líklegri til að skora og það gerðu þeir á 33. mínútu. Þar var að verki Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Ólsara sem þrumaði knettinum ofarlega í vinstra hornið skammt utan vítateigs.

Blikar gerðu harða hríð að gestunum en án árangurs og fóru því til búningsherbergja í hálfleik marki undir. Víkingar vörðust vel og allir leikmenn eru fljótir til baka til að koma sér aftur fyrir boltann. Mjög skipulagðir.

Blikar mættu mjög ákveðnir til síðari hállfleiks og það gerðist meira fyrstu fimm mínútur síðari hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn.  Andri Rafn Yeoman jafnaði metin með marki eftir að markvörður gestanna hafði misreiknað sig aðeins og misst af knettinum.

Síðan skoraði Kenan Turudija alveg draumamark og það tryggði nýliðunum þrjú stig þrátt fyrir að vera manni færri síðustu andartökin því Kenan fékk rauða spjaldið.

Breiðablik 1:2 Víkingur Ó. opna loka
90. mín. Leiktíminn liðinn og nú er bara viðbótartíminn eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert