Flugeldasýning í Vestmannaeyjum

Bjarni Jóhannsson stýrir ÍBV í dag í fyrsta skipti á …
Bjarni Jóhannsson stýrir ÍBV í dag í fyrsta skipti á Íslandsmótinu síðan á síðustu öld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

ÍBV sigraði ÍA, 4:0, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag í Vestmannaeyjum.

Skagamenn byrjuðu leikinn ágætlega en það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Simon Smidt tók boltann stórglæsilega á lofti eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni og skoraði fyrsta mark ÍBV sumarið 2016.

Sex mínútum síðar skoraði Aron annað mark Eyjamanna. Hann lék boltanum frá miðlínu upp að vítateig Skagamanna og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Skagamönnum virtist brugðið við þetta og voru hálf máttlitlir eftir mörk heimamanna.

Það var svo á 36. mínútu sem Sindri Snær Magnússon fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik Eyjamanna. Derby Carrillo, markvörður ÍBV, kastaði boltanum fram völlinn á Sindra sem var á vinstri kantinum. Hann lék boltanum inn í vítateig og skoraði. Staðan 3:0 fyrir ÍBV þegar liðin gengu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik.

Skagamenn reyndu að sækja í síðari hálfleik en gekk afskaplega illa að skapa sér færi. Í staðinn fyrir markaregnið sem var í fyrri hálfleik fór að rigna eins og hellt væri úr fötu í síðari hálfleik.

Varamaðurinn Charles Vernam sá til þess að það rigndi ekki bara mörkum í síðari hálfleik. Hann fékk boltann í vítateig á 82. mínútu, sólaði þrjá varnarmenn ÍA og renndi boltanum milli fóta Árna Snæs í markinu.

Fleiri urðu mörkin ekki í Vestmannaeyjum í dag, lokastaðan 4:0 fyrir ÍBV gegn ÍA. Stærsta tap ÍA gegn ÍBV í Eyjum því staðreynd en Eyjamenn höfðu áður unnið 4:0-sigur á Akranesi árið 2012.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu:

ÍBV 4:0 ÍA opna loka
90. mín. Þórður Þ. Þórðarson (ÍA) fær gult spjald Braut á Aroni og er spjaldaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert