Þeir fá aldrei að spila í Kaplakrika

FH varð Íslandsmeistari í sjöunda skipti á tólf árum síðasta haust og er orðið sigursælasta félag seinni ára í íslenskum fótbolta. FH-ingar þykja áfram sigurstranglegir á komandi Íslandsmóti og er af flestum spáð efsta sætinu í ár.

Mbl.is brá sér í Hafnarfjörð og ræddi við Emil Pálsson, besta leikmann Íslandsmótsins 2015, og stuðningsmanninn Heiðar Örn Kristjánsson, sem báðir eru staðráðnir í að liðið endurtaki leikinn frá síðasta ári. 

Heiðar segir að FH muni þó gera betur í ár og hirða bikarinn líka. Hann segir að FH eigi stað í hjarta sér og þó honum sé alls ekki illa við Hauka og eigi marga góða vini í þeirra röðum muni þeir aldrei fá að spila í Kaplakrika.

Emil stefnir á að verða aftur bestur í deildinni en segir að deildin verði sterkari í ár en í fyrra, enda verði 60 erlendir leikmenn í liðunum í ár á móti rúmlega 40 í fyrra, og útlit fyrir jafnari baráttu fimm til sex bestu liðannna en áður. FH-ingar ætli hinsvegar ekki að verja eitt eða neitt, þeir mæti eins í öll tímabil og ætli sér að vinna titla.

Þetta og margt fleira í myndskeiðinu sem er hér fyrir ofan.

Þar með er lokið heimsóknum mbl.is til liðanna tólf í Pepsi-deild karla og umfjöllun um hin ellefu liðin má sjá hér fyrir neðan:

Breiðablik: Bikarsigurinn stærsta stundin.
KR: Grét í stúkunni og dreymir að spila með KR.
Stjarnan: Silfurskeiðin mætir í jarðarför Miðjunnar.
Valur: Snýst ekki um kaffi og kleinur í ár.
Fjölnir: Í Fjölni eru allir stjörnur.
ÍA: ÍA er eins og fasteignaverðið.
Fylkir
: Hemmi er enginn vitleysingur.
Víkingur R.
: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.

ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

FH - Íslandsmeistarar 2015.
FH - Íslandsmeistarar 2015. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert