Þrír markverðir elstir í deildinni

Kristján Finnbogason lék með FH gegn Val í Meistarakeppni KSÍ.
Kristján Finnbogason lék með FH gegn Val í Meistarakeppni KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír markverðir eru elstu leikmenn Pepsi-deildar karla á komandi keppnistímabili.

Kristján Finnbogason úr FH er aldursforsetinn, en hann verður 45 ára 8. maí. Kristján lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmóti 21. maí 1989, þá nýorðinn 18 ára, en þá varði hann mark KR gegn ÍA í leik sem fram fór á gervigrasinu í Laugardal.

Gunnleifur Gunnleifsson úr Breiðabliki kemur næstur, en hann verður 41 árs í júlí. Gunnleifur lék fyrsta meistaraflokksleikinn á Íslandsmóti 3. september 1994 með HK gegn ÍR í 1. deild.

Einar Hjörleifsson úr Víkingi í Ólafsvík er þriðji elstur, en hann verður 39 ára í október. Hans fyrsti leikur á ferlinum var með Víkingi í Reykjavík gegn HK í 1. deild 12. júní 1995.

Elstu útispilararnir í deildinni eru Atli Viðar Björnsson úr FH, Garðar Jóhannsson úr Fylki, Veigar Páll Gunnarsson úr Stjörnunni, Hallur Hallsson úr Þrótti og Stefán Logi Magnússon úr KR, sem allir urðu eða verða 36 ára á þessu ári. vs@mbl.is

Þessi grein er úr 40 síðna fótboltablaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu á föstudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert