Þurfum að nýta færin sem við fáum

Það var flott umgjörð á Þróttaravellinum í dag þegar Þróttur …
Það var flott umgjörð á Þróttaravellinum í dag þegar Þróttur Reykjavík mætti FH í fyrsta leik Pepsi-deildar karla árið 2016. mbl.is / Árni Sæberg

„Frammistaðan var góð, en það er svekkjandi að ná ekki að nýta þau færi sem við sköpuðum og fá ekkert stig eftir góða frammistöðu. Ég er heilt yfir sáttur með frammistöðu liðsins en það gefur okkur lítið þegar við skoru ekki,“ sagði Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, eftir 3:0 tap liðsins gegn FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. 

„Þegar við mætum jafn sterku liði og FH er þá verður þú að nýta þau færi sem þú færð ef þú ætlar þér að næla þér í stig og við náðum því miður ekki að gera það í dag. FH nýttu færin sem þeir fengu betur en við og því fór sem fór,“ sagði Gregg enn fremur. 

„Við náðum að setja þá undir pressu og lékum vel að mínu mati. Við lögðum mikið á okkur í varnarleiknum og það tók mikla orku frá okkur að setja stöðugt pressu á leikmenn FH. Við hefðum mátt halda boltanum betur í seinni hálfleik og nýta eins og áður segir nýta færin sem við fáum betur,“ sagði Gregg um spilamennsku Þróttar Reykjavíkur og hvað hefði mátt betur fara.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert