Markalaust í Frostaskjóli

Indriði Sigurðsson fyrirliði KR og Gary Martin í leiknum í …
Indriði Sigurðsson fyrirliði KR og Gary Martin í leiknum í kvöld. mbl.is/Ófeigur

KR og Víkingur úr Reykjavík mættust í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Alvogen-vellinum í Vesturbænum klukkan 19.15. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 

Liðin áttu í vandræðum með að skapa sér marktækifæri og fá verulega góð færi litu dagsins ljós. Þau tóku litla sem enga áhættu og virtust nokkuð sátt við sitt hvort stigið. 

Aðstæður voru erfiðar í Frostaskjólinu í kvöld. Töluvert sterkur vindur sem setti svip sinn á leikinn og kalt. Völlurinn var einnig erfiður viðureignar, fremur laus í sér og ósléttur enda hefur deildin aldrei byrjað jafn snemma og í ár. 

Hólmbert Aron Friðjónsson var borinn af leikvelli undir lok leiksins eftir að hafa fengið boltann í andlitið. Líklegt er að hann hafi vankast en vonandi heilsast honum vel. 

Nokkra leikmenn vantaði í liðin vegna meiðsla. Davíð Örn Atlason og Vladimir Tufegdzic léku ekki með Víkingi og hjá KR vantaði þá Kennie Chopart, Pálma Rafn Pálmason og Finn Orra Margeirsson. 

KR 0:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Miðað við skiltið sem fór á loft sýndi 7 mínútur í uppbótartíma. Er það vel í lagt en nokkuð hefur verið um að menn hafi þurft á aðhlynningu að halda og því á viðbótartíminn líklega rétt á sér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert