Lennon gerði fyrsta markið

Steven Lennon, framherji Íslandsmeistara FH, skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í knattspyrnu 2016 þegar Pepsi-deild karla fór af stað í gær.

Lennon kom FH-ingum yfir gegn Þrótti, 1:0, á Þróttarvellinum í Laugardal þegar hann fékk langa sendingu fram, tók boltann laglega niður rétt innan vítateigs Þróttar og renndi honum yfirvegað framhjá Trausta Sigurbjörnssyni markverði og í netið.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem FH-ingur skorar fyrsta mark Íslandsmótsins. Það ár var það Tryggvi Guðmundsson sem kom FH yfir gegn ÍA í fyrsta leiknum.

Lennon er 28 ára gamall Skoti sem skoraði þarna sitt 29. mark í efstu deild hér á landi, í sínum 66. leik.

Íslandsmeistarar FH unnu leikinn, 3:0. 

Ýtarlega er farið yfir leikina fjóra sem fram fóru í gær í Pepsi-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert