Veigar afgreiddi Fylkismenn

Eyjólfur Héðinsson úr Stjörnunni og Ásgeir Börkur Ásgeirsson úr Fylki …
Eyjólfur Héðinsson úr Stjörnunni og Ásgeir Börkur Ásgeirsson úr Fylki í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Reynsluboltinn Veigar Páll Gunnarsson sá til þess að Stjörnumenn fögnuðu 2:0 sigri gegn Fylkismönnum í leik liðanna í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Veigar hafði ekki veri inná nema í tæpar tíu mínútur þegar hann skoraði fyrra markið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Í aðdraganda aukaspyrnunnar fékk miðvörðurinn Ásgeir Eyþórsson að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Ævari Inga Jóhannessyni þegar hann var að sleppa einn í gegn.

Ásgeir fékk sitt annað gula spjald fyrir brotið og fauk þar með útaf. Veigar hafði ekki sagt sitt síðasta því hann gulltryggði Garðabæjarliðinu sigurinn þegar hann skoraði með góðu skoti af um 25 metra færi eftir undirbúning annars varamanns, Halldórs Orra Björnssonar.

Stjörnumenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í nepjunni í Garðabænum í kvöld og sigur þeirra var sanngjarn. Eyjólfur Héðinsson, sem var að spila sinn fyrsta deildarleik í 10 ár, var mjög áberandi í Stjörnuliðinu og olli hvað eftir annað usla í vörn Árbæjarliðsins og ánægjulegt að hann skuli vera kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli sem hann þurfti að glíma við á atvinnumannaferli sínum í Danmörku.

Stjörnumenn hefja mótið vel en Fylkismenn þurfa að bretta upp ermar sé mið tekið af leik þeirra í kvöld. Þeir voru lítt ógnandi  megnið af leiknum.

Stjarnan 2:0 Fylkir opna loka
90. mín. Leik lokið +3 Sanngjarn sigur Stjörnunnar í höfn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert