Víkingur ekki unnið síðan 2007

Óskar Örn Hauksson í baráttu við leikmenn Víkings í úrslitaleik …
Óskar Örn Hauksson í baráttu við leikmenn Víkings í úrslitaleik Lengjubikars karla í apríl. Styrmir Kári

Víkingur Reykjavík sækir KR heim í Vesturbæinn klukkan 19.15 í kvöld í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og freistar þess að vinna þar fyrsta sigur sinn á KR á KR-vellinum síðan árið 2007. 

Það voru Stefán Kári Sveinbjörnsson og Sinisa Kekic sem skoruðu mörk Víkings í síðast þegar liði hafði betur gegn KR í Frostaskjólinu, en Henning Eyþór Jónasson klóraði í bakkann fyrir KR-inga.

KR mætir með töluvert breytta sveit að þessu sinni, en Indriði Sigurðsson kom heim til uppeldisfélagsins eftir 16 ára vera í atvinnumennsku. Finnur Orri Margeirsson og Michael Præst eiga að sjá um að létta varnarlínunni lífið inni á miðsvæðinu. 

Þá á Morten Beck að auka sóknarþunga KR liðsins úr bakvarðarstöðunum, Den­is Fazlagic, Kennie Chophart eiga að þeysa upp vængi andstæðinganna og Morten Beck And­er­sen mun að öllum líkindum mynda framherjapar með Hólmbert Aroni Friðjónssyni. 

Víkingur gerði einnig töluverðar breytingar á leikmannahópi sínum. Róbert Örn Óskarsson, sem hefur varið mark FH undanfarin ár mun standa á milli stanganna hjá Víkingi í sumar.

Iain William­son á að auka breiddina inni á miðsvæði liðsins, Alex Freyr Hilmarsson er sprækur vængmaður og Gary Mart­in og Vikt­or Jóns­son eiga að leiða framlínu Víkings.

Þá ákvað Óttar Magnús Karls­son, upphalinn Víkings að koma heim eftir dvöl í Hollandi og leika með uppeldisfélagi sínu úr Fossvoginum í sumar. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert