Tillen sá átjándi sem Fram fær

Sam Tillen er kominn aftur til Fram, að láni.
Sam Tillen er kominn aftur til Fram, að láni. Ljósmynd/Fram

Íslandsmeistarar FH hafa lánað Fram enska bakvörðinn Sam Tillen og mun hann því leika með Frömurum í Inkasso-deildinni í sumar.

Tillen þekkir vel til hjá Fram en hann lék í fimm ár með liðinu áður en hann skipti yfir til FH í byrjun árs 2013.

Tillen er fimmti erlendi leikmaðurinn sem Fram fær til sín fyrir tímabilið, og alls átjándi leikmaðurinn sem Fram fær til sín fyrir þessa leiktíð.

Fram hefur leiktíðina með leik við KA á Akureyri á laugardaginn kl. 16.

Félagaskipti hjá Fram fyrir tímabilið:

Komnir:
4.5. Ivan Par­lov frá Slaven Belupo (Króa­tíu)
30.4. Ivan Bu­balo frá króa­tísku fé­lagi 
15.4. Ósvald Jarl Trausta­son frá Breiðabliki (lán) (lék með Gróttu 2015)
  2.4. Gunn­laug­ur Hlyn­ur Birg­is­son frá Breiðabliki (lán)
  2.4. Stefano Layeni frá Leikni F.
25.2. Mate Paponja frá RNK Split (Króa­tíu) - fór aft­ur 23.3.

25.2. Brynj­ar Krist­munds­son frá Volda (Nor­egi)
24.2. Hlyn­ur Atli Magnús­son frá Florö (Nor­egi)
22.2. Atli Fann­ar Jóns­son frá Vík­ingi R. (var í láni frá Vík­ingi seinni hluta 2015)

22.2. Hafþór Þrast­ar­son frá Fjarðabyggð
22.2. Hilm­ar Þór Hilm­ars­son frá Val (lék með Gróttu 2015)
22.2. Ingólf­ur Sig­urðsson frá Vík­ingi Ó.
22.2. Sig­urður H. Björns­son frá Vík­ingi R. (lán) (lék með Hetti 2015)
22.2. Sig­urpáll Mel­berg Páls­son frá Vík­ingi R.
Ófrá­gengið: Arn­ar Sveinn Geirs­son frá Vík­ingi Ó.
Ófrá­gengið: Hauk­ur Lárus­son frá Fjölni
Ófrá­gengið: Dino Gavric frá Velez (Bosn­íu)

Farnir: 
4.5. Eyþór Helgi Birg­is­son í norskt fé­lag
26.4. Al­ex­and­er Már Þor­láks­son í Hött (var í láni hjá KF 2015)
16.4. Ein­ar Bjarni Ómars­son í KV (var í láni hjá KV 2015)
  9.4. Örvar Þór Sveins­son í Vængi Júpíters (lán)
  8.4. Hrann­ar Ein­ars­son í Ham­ar
11.3. Bald­vin Freyr Ásmunds­son í Mídas (lán) (var í láni hjá Skalla­grími 2015)  
  5.3. Jök­ull Steinn Ólafs­son í Hött (var í láni hjá KF 2015)
  5.3. Al­ex­and­er Aron Dav­ors­son í Aft­ur­eld­ingu (var í láni þar 2015)
23.2. Sebastien Ibeagha í Hou­st­on Dynamo (Banda­ríkj­un­um)
16.10. Davíð Ein­ars­son í Fylki (úr láni)

16.10. Ern­ir Bjarna­son í Breiðablik (úr láni)
16.10. Sig­urður Gísli Snorra­son í FH (úr láni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert