Jóna Kristín ekki með Blikum í sumar

Jóna Kristín Hauksdóttir í leik með Breiðabliki.
Jóna Kristín Hauksdóttir í leik með Breiðabliki. Árni Sæberg

Jóna Kristín Hauksdóttir, sem var einn af lykilleikmönnum Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í fyrra, verður ekki með liðinu í sumar í Pepsi-deildinni. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Jóna segir ástæðuna sambland nokkurra ástæðna.

„Þetta er svona samblanda nokkurra ástæðna en aðalatriðið að vegna þrálátra hnémeiðsla hef ég ákveðið að taka mér pásu frá fótbolta í óákveðinn tíma,” sagði Jóna við Fótbolta.net í dag en þar kom einnig fram að Jóna hefði ekki misst af mótleik í þrjú ár.

Jóna Kristín lék 18 leiki sem djúpur miðjumaður í liði Blika í fyrra sem vann Íslandsmótið.

„Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ef ég get ekki gefið 100% tima í fótbolta þá finnst mer ég ekki geta boðið liðsfélögunum upp á 70% effort. Ég er algjörlega all inn eða alls ekki,” sagði Jóna Kristín enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert