Markalaust í Garðabænum

Þórdís Sigfúsdóttir brunar hér upp með boltann á Samsungvellinum í …
Þórdís Sigfúsdóttir brunar hér upp með boltann á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan og Fylkir gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Samsung-vellinum í kvöld. Stjarnan er enn á toppi deildarinnar þrátt fyrir að hafa tapað tveimur stigum í þessum leik, en Fylkir er enn í leit að sínum fyrsta sigri. 

Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum, var meira með boltann og átti fleiri hættuleg færi. Fylkir varðist hins vegar vel og þá var liðið skeinuhætt í skyndisóknum sínum sem og föstum leikatriðum.

Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar, en liðið er með sjö stig líkt og FH. Stjarnan hefur aftur á móti hagstæðari markatölu og trónir af þeim sökum á toppi deildarinnar. Stigasöfnun Fylkis hefur verið rýr, en liðið er með tvö stig eftir þrjár umferðir.  

Stjarnan 0:0 Fylkir opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með markalausu jafntefli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert