KR úr leik í bikarnum

Skúli Jón Friðgeirsson er hér í baráttunni í leiknum í …
Skúli Jón Friðgeirsson er hér í baráttunni í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pepsi-deildarlið KR er úr leik í Borgunarbikar karla í knattspyrnu eftir að hafa tapað fyrir Selfoss, 2:1, á Alvogen-vellinum í Vesturbæ í kvöld. Arnar Logi Sveinsson reyndist hetja Selfyssinga í framlengingu.

KR var með öll völd á leiknum í fyrri hálfleik. Vignir Jóhannesson, markvörður Selfyssinga, gerði vel í að verja færi KR-inga og var staðan því markalaus í hálfleik, 0:0.

Denis Fazlagic, sem gekk til liðs við KR frá Danmörku fyrir tímabilið, skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið á 60. mínútu. Það leit út fyrir að KR væri að fara að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin en James Mack hélt ekki. Hann jafnaði metin þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og fór því leikurinn í framlengingu. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá tókst Arnari Loga Sveinssyni að skora sigurmarkið fyrir Selfoss þegar fjórar mínútur voru eftir.

Selfoss komið áfram í 16-liða úrslitin en KR er úr leik. KR hefur farið í úrslit bikarsins síðustu tvö ár en á ekki möguleika á því lengur.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Þróttur R. 3:1 Völsungur
Haukar 1:2 Víkingur R.
KR 1:2 Selfoss
ÍA 1:0 KV

Leik lokið. KR er úr leik í Borgunarbikarnum. Selfoss fer áfram eftir ótrúlegan lokakafla. Liðið jafnaði undir lokin og kláraði þetta svo í framlengingu.

116. MAAAAAAAAAAAARK!!!! KR 1:2 Selfoss. Arnar Logi SVEINSSON að koma Selfyssingum í 16-liða úrslitin. Hvað er að gerast??

Hálfleikur. Fyrri hálfleikur framlengingar er búinn. Fáum við vítaspyrnukeppni?

91. Framlenging komin af stað.

Leik lokið. Öllum leikjunum er lokið fyrir utan á Alvogen-vellinum. KR og Selfoss eru á leið í framlengingu. Víkingur, Þróttur og ÍA öll í 16-liða úrslit.

88. MAAAAARK!!! Haukar 1:2 Víkingur R. Aron Jóhannsson minnkar muninn fyrir Hauka. Þetta er líklega of seint. Aldrei að segja aldrei þó.

75. MAAAAARK!!! Þróttur R. 3:1 Völsungur. Eyþór Traustason að minnka muninn fyrir Völsung. Ekki samt búast við endurkomu, svolítið seint í rassinn gripið.

72. MAAAARK!!! KR 1:1 Selfoss. James Mack er að jafna á Alvogen-vellinum!! Þvílík spenna sem er komin þar.

67. MAAAAAARK!!! Þróttur R. 3:0 Völsungur. Dean Morgan að reka síðasta naglann í kistuna. Völsungur kemur ekki til baka úr þessu.

62. MAAAARK!!! Þróttur R. 2:0 Völsungur. Brynjar Jónasson með sitt annað mark í dag og svo er honum skipt af velli. Hann fær ekki að fullkomna þrennu sína í dag.

60. MAAAAAARK!!! KR 1:0 Selfoss. Denis Fazlagic skorar fyrir KR. Daninn með sitt fyrsta mark í sumar.

46. Síðari hálfleikur kominn af stað.

Hálfleikur. Það er búið að flauta til hálfleiks. Komin mörk í alla leiki nema á Alvogen-vellinum, þar sem KR og Selfoss eigast við. Víkingur er komið langleiðina inn í 16-liða úrslitin.

31. MAAAAAAARK!!! Haukar 0:2 Víkingur R. Óttar Magnús að skora annað mark sitt fyrir Víking í dag. Drengurinn er í stuði. Útlitið afar gott hjá gestunum.

20. MAAAAAARK!!! Haukar 0:1 Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson að koma Víkingum yfir á Ásvöllum. Öll úrvalsdeildarliðin fyrir utan KR komin yfir.

10. MAAAAARK!!! Þróttur R. 1:0 Völsungur. Brynjar Jónasson að koma Þrótturum yfir í Laugardalnum. Þetta er ekki lengi að gerast.

5. MAAAAAAARK!!! ÍA 1:0 KV. Þórður Þorsteinn Þórðarson kemur Skagamönnum yfir gegn KV.

1. Leikirnir eru farnir af stað.

0. Fylgst verður með öllum fjórum leikjunum í beinni textalýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert