„Þetta var þolinmæðisverk“

„Huginsliðið er ótrúlegt lið, þeir eru duglegir og kjarkaðir og þar sem við náðum ekki marki snemma í leiknum var þetta bara þolinmæðisverk,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir 2:0 sigur á Hugin í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í dag.

Charles Vernam og Bjarni Gunnarsson gerðu mörk ÍBV í leiknum en liðið var töluvert betri aðilinn allan tímann. Huginn ferðaðist alla leið frá Seyðisfirði og í Landeyjahöfn í dag. Þaðan fór liðið í Herjólf og fer svo sömu leið til baka.

„Við sáum það líka að þegar við náðum að skora opnaðist leikurinn hjá þeim mikið og að sama skapi létu þeir okkur finna fyrir því,“ sagði hann ennfremur.

Eyjamenn eru komnir í pottinn fyrir dráttinn í 16-liða úrslitum en dregið verður á föstudag.

Bjarni Jóhannsson var ánægður með sína menn í dag.
Bjarni Jóhannsson var ánægður með sína menn í dag. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert