Blikasigur á Selfossi

Selfoss og Breiðablik eigast við.
Selfoss og Breiðablik eigast við. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Breiðablik vann 2:1 sigur á Selfossi þegar liðin mættust á Jáverkvellinum á Selfossi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag.

Blikar voru sterkari í fyrri hálfleik ef frá eru taldar fyrstu fimmtán mínúturnar. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður fóru sóknir þeirra að þyngjast og þær uppskáru mark á 28. mínútu eftir frábæra sókn.

Esther Rós Arnarsdóttir skoraði þá af stuttu færi. Fjórum mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir annað mark Blika upp úr hornspyrnu og þær leiddu verðskuldað, 0:2 í hálfleik.

Í síðari hálfleik stjórnuðu Selfyssingar leiknum en gekk hins vegar illa að skapa færi. Lauren Hughes átti skot í varnarmann og inn á 72. mínútu en nær komust Selfyssingar náðu ekki að pressa Blika í lokin og lokakaflinn var tíðindalítill.

Blikar eru komnir upp í 2. sætið með 8 stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Selfoss er í 5. sætinu með 6 stig.

Selfoss 1:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Selfoss náði ekki að halda uppi pressu í lokin og Blikar fara með sigur af hólmi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert