Keflavík vann Suðurnesjaslaginn

Eiríkur Ingi Magnússon úr Leikni R. og Stefán Þór Eysteinsson …
Eiríkur Ingi Magnússon úr Leikni R. og Stefán Þór Eysteinsson fyrirliði Fjarðabyggðar eigast við á Leiknisvellinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík vann Grindavík 2:0 í 1. deild karla í knattspyrnu en þetta var fyrsta tap Grindavíkur í deildinni. Leiknir R. og Fjarðabyggð gerðu þá markalaust jafntefli.

Magnús Þórir Matthíasson kom Keflavík yfir í byrjun leiks og Sigurbergur Elísson tryggði sigurinn með marki um miðjan síðari hálfleik.

Leiknir R. er með 10 stig á toppi 1. deildar, Grindavík er með 9 stig og Keflavík 8 í þremur efstu sætunum.  Fjarðabyggð er komin með 5 stig um miðja deild.

Hinir fjórir leikirnir í fjórðu umferð deildarinnar fara fram á morgun.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Leik lokið. Þetta er búið! Keflavík fer með sigur af hólmi eftir frábæran leik gegn Grindavík og þá gerðu Leiknir R. og Fjarðabyggð markalaust jafntefli.

66. MAARKKK!! Keflavík 2:0 Grindavík. Sigurbergur Elísson er að koma Keflvíkingum í þægilega stöðu með marki úr vítaspyrnu. Grindavík er ekki að fara að koma til baka úr þessu.

65. Engin mörk að láta sjá sig í þeim síðari. Staðan en sú sama í leikjunum. Leiknir er með toppsætið ef þetta fer svona.

Hálfleikur. Keflavík er yfir gegn Grindavík í hálfleik en það er enn markalaust á Leiknisvelli.

2. MAAARK!! Keflavík 1:0 Grindavík. Magnús Þórir Matthíasson að koma Keflvíkingum yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik. Þvílíkt og annað eins!

1. Þetta er byrjað.

0. Leikirnir verða uppfærðir hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert