Skorar Margrét hjá FH?

Margrét Lára Viðarsdóttir og samherjar í Val mæta FH í …
Margrét Lára Viðarsdóttir og samherjar í Val mæta FH í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH er það lið sem hefur komið mest á óvart í fyrstu umferðum Pepsi-deildar kvenna en nýliðarnir úr Hafnarfirði eru með sjö stig eftir þrjá leiki og Jeannette Williams markvörður hefur ekki fengið á sig mark.

Í dag reynir heldur betur á vörn og markvörð FH-inga sem heimsækja Margréti Láru Viðarsdóttur og samherja hennar í Val á Hlíðarenda í fjórðu umferðinni, sem fer öll fram í dag. Valskonur eru líka ósigraðar en hafa gert tvö jafntefli.

Stjarnan, sem er með 7 stig á toppnum eins og FH, fer til Vestmannaeyja og mætir öflugu liði ÍBV sem hefur farið illa útúr tveimur heimaleikjum gegn Selfossi og Val og tapað báðum. Eyjakonur verða að vinna bikarmeistarana ef þær ætla að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar.

Selfoss og Breiðablik mætast í öðrum stórleik fyrir austan fjall en Selfyssingar eru með 6 stig og Íslandsmeistarar Breiðabliks 5. Þór/KA tekur á móti KR fyrir norðan og Fylkir fær stigalaust lið ÍA í heimsókn. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert