Selfoss vann þægilegan sigur á HK

Hallgrímur Mar Steingrímsson og félagar mæta Leikni F.
Hallgrímur Mar Steingrímsson og félagar mæta Leikni F. Eggert Jóhannesson

Selfoss sigraði HK 3:0 í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en leikið var í Kórnum. Þá vann KA lið Leiknis F. 1:0 í Fjarðabyggðahöllinni. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

HK 0:3 Selfoss
Leiknir F. 0:1 KA

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leik lokið. Þetta er búið á báðum stöðum. Selfoss vinnur HK örugglega 3:0 á meðan KA vinnur Leikni F. 1:0. HK er áfram með 1 stig á meðan Leiknir er án stiga. Selfoss er þá með 6 stig og KA 9 stig.

75. MAAAAAAARK!!! HK 0:3 Selfoss. Haukur Ingi Gunnarsson að bæta við þriðja markinu fyrir Selfoss. Þetta er svo gott sem komið hjá gestunum núna.

46. Síðari hálfleikur er farinn af stað.

Hálfleikur. Selfyssingar eru 2:0 yfir í Kórnum á meðan KA náði marki undir lok fyrri hálfleiks gegn Leikni.

45. MAAAAAARK!!! Leiknir F. 0:1 KA. Ásgeir Sigurgeirsson er búinn að koma KA yfir og það undir lok fyrri hálfleiks. Öflugt mark hjá KA. Ásgeir var búinn að vera inná í fimm mínútur þegar hann gerði markið.

23. MAAAAARK!!! HK 0:2 Selfoss. Selfyssingar komnir í tveggja marka forystu. Gestirnir í fínum málum. Ivan Martinez Gutierrez aftur með markið.

4. MAAAAAAARK!!! HK 0:1 Selfoss. Ivan Martienz Gutierrez að koma Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu. Þetta byrjar ekki vel hjá HK-ingum..

1. Þetta er farið af stað.

0. Lýsingin verður uppfærð hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert