Aron Einar og breiddin áhyggjuefni

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. mbl.is/Styrmir Kári

Bandaríski íþróttavefmiðillinn Bleacher Report velti upp og reyndi að svara þeirri spurningu í gær, hvert helsta áhyggjuefni eða veikleiki hvers liðs á EM karla í knattspyrnu í Frakklandi væri.

Niðurstaða BR varðandi íslenska liðið var sú að óvíst væri hvort Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri í nægilega góðu ástandi og leikformi fyrir komandi átök, eftir að hafa ekki átt fast sæti í liði sínu Cardiff í vetur. Miðillinn bendir á að Aron hafi aðeins einu sinni spilað heilan 90 mínútna leik með Cardiff frá því um miðjan janúar. Annað áhyggjuefni Íslands, samkvæmt BR, er að liðið hafi „enga breidd“.

Varðandi andstæðinga Íslands í F-riðlinum bendir BR á að Austurríki hafi ekki unnið nein af bestu liðum Evrópu á síðustu árum, en þó unnið Svía og Rússa í undankeppninni. Ungverjar eru sagðir hugmyndasnauðir í sóknarleik sínum, enda hafi þjálfarinn Bernd Storck enn verið að prófa nýja sóknarmenn í umspili um sæti á EM. Varnarleikurinn mun svo vera helsta áhyggjuefni Portúgals, þar sem ýmsir óvissuþættir séu til staðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert