Sprelligosi og með svakalegan vinstri fót

Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir mbl.is/Ómar

„Hún er ákveðin, mikil keppniskona og vill alltaf vinna. Hún er með svakalegan vinstri fót og gefur geggjaðar fyrirgjafir með honum,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir um Hallberu Guðnýju Gísladóttur, liðsfélaga sinn hjá íslenska kvennalandsliðinu og Breiðabliki í Pepsi-deildinni í knattspyrnu.

Hallbera og vinstri fótur hennar voru Selfyssingum um megn þegar Breiðablik vann 2:1 útisigur á Selfossi. Hallbera er sá leikmaður sem fjallað verður sérstaklega um fyrir frammistöðu sína í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.

Hallbera hefur verið í lykilhlutverki hjá Blikum frá því að hún gekk til liðs við Kópavogsliðið í fyrra. Morgunblaðið ræddi við Fanndísi Friðriksdóttur um Hallberu í gær. Hallbera og Fanndís eru herbergisfélagar í íslenska landsliðinu sem er um þessar mundir í Skotlandi.

„Það er alltaf mjög þægilegt fyrir mig að vita af Hallberu fyrir aftan mig. Hún átti mjög góðan leik á móti Selfossi, hún átti geggjaða fyrirgjöf þegar Esther skoraði og hún lagði boltann mjög vel fyrir mig í horninu,“ sagði Fanndís og hló. Hallbera lagði upp bæði mörk Breiðabliks á Selfossi, en þátttaka hennar í marki Fanndísar var öllu minni, en hún tók hornspyrnu stutt út á Fanndísi, sem skaut honum fyrir markið nánast frá hornfána og boltinn lak í gegn og í netið.

Hallbera er vinstri bakvörður með mikla sóknarhæfileika og afar öflugan vinstri fót. „Ég myndi segja að vinstri fóturinn væri hennar helsti styrkleiki, en hún er líka mjög fljót og flink með boltann.“

Sjá umfjöllunina um Hallberu í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert