Detta FH-ingar í lukkupottinn?

FH-ingarnir Davíð Þór Viðarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson bíða spenntir …
FH-ingarnir Davíð Þór Viðarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson bíða spenntir eftir Evrópudrættinum á morgun. mbl.is/Golli

FH, Breiðablik og KR eiga öll góða möguleika á að fá vel viðráðanlega andstæðinga í fyrstu leikjum sínum í Evrópumótum karla í knattspyrnu en dregið verður til fyrstu umferðanna á morgun.

FH er í vænlegri stöðu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar sitja hjá í fyrstu umferð og í 2. umferðinni eru þeir í efri styrkleikaflokknum. Það þýðir að þeir eiga mjög vænlega kosti, enda þótt innan um liðin í neðri styrkleikaflokknum leynist mjög öflugir andstæðingar. Þar á meðal sænsku meistararnir Norrköping, ungversku meistararnir Ferencváros og slóvensku meistararnir Olimpija Ljubljana.

Mögulegir andstæðingar FH eru eftirtalin lið:

The New Saints (Wales) eða B36 (Færeyjar)
Valletta (Möltu) eða Lincoln Red Imps (Gíbraltar)
Flora Tallinn (Eistlandi) eða Alashert (Armeníu)
Santa Coloma (Andorra) eða Tre Penne (San Marínó)
Dudelange (Lúxemborg)
Zalgiris Vilnius (Litháen)
Hapoel Be'er Sheva (Ísrael)
Olimpija Ljubljana (Slóveníu)
Vardar Skopje (Makedóníu)
Norrköping (Svíþjóð)
Ferencváros (Ungverjalandi)
Crusaders (Norður-Írlandi)
Zrinjski Mostar (Bosníu)
Dundalk (Írlandi)
Mladost Podgorica (Svartfjallalandi)
SJK (Finnlandi)
Liepaja (Lettlandi)

Takist FH-ingum að slá út andstæðinga sína í 2. umferð eru þeir búnir að tryggja sér tvær umferðir í viðbót. Liðin sem tapa í 3. umferð Meistaradeildarinnar fara í 4. umferð Evrópudeildarinnar og leika þar um sæti í riðlakeppninni. 

Í Evrópudeild UEFA eru KR og Breiðablik bæði í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í 1. umferð og geta því fengið mjög hagstæða andstæðinga. Valsmenn eru hinsvegar í neðri styrkleikaflokki og því mjög líklegt að þeir fái illviðráðanlegan mótherja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert