Býst við bresku liði af gamla skólanum

Guðmundur Benediktsson og Bjarni Guðjónsson, þjálfarar KR.
Guðmundur Benediktsson og Bjarni Guðjónsson, þjálfarar KR. mbl.is/Golli

Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, var þokkalega ánægður með andstæðing liðsins í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar, en liðið mætir norður-írska liðinu Glenovan. 

„Við hefðum getað verið heppnari, en að sama skapi hefðum við líka getað verið óheppnari og ég er bara þokkalega ánægður með þennan andstæðing. Þetta er þægilegt ferðalag sem er mjög jákvætt og við þekkjum umhverfið þarna vel,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is í dag. 

„Ég hef ekki kynnt mér andstæðinginn þar sem það er stutt síðan það var dregið. Ég býst svona fyrir fram við kraftmiklu liði sem spilar breska knattspyrnu af gamla skólanum. Við förum svo í það núna í framhaldinu að afla okkur upplýsinga um liðið og greina þá betur,“ sagði Bjarni enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert