Tölfræðin ekki á bandi FH

Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia mæta írska liðinu Dundalk í …
Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia mæta írska liðinu Dundalk í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. mbl.is/Golli

Dundalk, sem mætir FH í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla, hefur einu sinni áður mætti íslenskum andstæðingi í Evrópukeppni en það var árið 1981 þegar liðið mætti Fram. Fram bar sigur úr býtum, 2:1, í fyrri leik liðanna, en laut í lægra haldi 4:0 í útileiknum í Írlandi og Fram féll þar af leiðandi úr leik. 

Íslensk lið hafa níu sinnum dregist gegn írskum liðum og hafa einungis þrisvar sinnum farið áfram. KR fór áfram gegn Cork á síðustu leiktíð, Þór gegn Bohemians árið 2012 og ÍA gegn Shelbourne árið 1995. 

Fram tapaði eins og áður segir fyrir Dundalk 1981 og Fram beið síðan lægri hlut gegn Shamrock Rovers árið 1982. KR féll úr leik gegn Shelbourne árið 2004 og Valur laut í gras gegn Cork árið 2007. St. Patrick's hafði svo betur gegn ÍBV bæði árin 2011 og 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert