Stórkostlegt sigurmark Garðars gegn KR

Kennie Chopart á ferðinni í leiknum við ÍA í kvöld. …
Kennie Chopart á ferðinni í leiknum við ÍA í kvöld. Hallur Flosason eltir hann. Mark Choparts dugði skammt. mbl.is/Árni Sæberg

Skagamenn fögnuðu dramatískum 2:1-sigri á KR-ingum í Frostaskjóli í kvöld, í 8. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið var af dýrari gerðinni.

Garðar Gunnlaugsson tryggði ÍA sigurinn augnabliki áður en flautað var til leiksloka, með marki af á að giska 40 metra færi. Stefán Logi Magnússon hafði farið út fyrir vítateig KR til að skalla boltann í burtu, en skallaði beint á Garðar sem var fljótur að athafna sig og smellti boltanum yfir Stefán og efst í vinstra markhornið. Skömmu áður hafði Garðar jafnað metin úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar skot Ásgeirs Marteinssonar fór í hönd Gunnars Þórs Gunnarssonar, en Garðar hafði gert afar vel í að koma boltanum á Ásgeir.

Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill. KR-ingar voru talsvert meira með boltann en náðu ekki að skapa sér góð færi, ekki frekar en Skagamenn sem sóttu hratt þegar þeir sáu tækifæri til þess. Í einni skyndisókn komst Hallur Flosason á mikla ferð, stakk boltanum framhjá Michael Præst, en skall svo illa saman við Danann. Præst, sem var í stöðu miðvarðar vegna meiðsla Indriða Sigurðssonar, lá kylliflatur og var að lokum borinn af velli. Aron Bjarki Jósepsson tók stöðu hans í vörn KR-inga.

KR hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og á 53. mínútu skoraði Kennie Chopart fyrsta mark leiksins, upp á sitt einsdæmi. Hann óð fram vinstri kantinn, fór að vítateigsboganum og þrumaði boltanum neðst í hægra hornið. Skagamönnum gekk illa að sækja að marki KR til að jafna metin, en tókst það engu að síður þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka, eins og áður segir.

Þetta var annar sigur ÍA sem komst úr fallsæti og er nú með 7 stig í 10. sæti, eftir 8 leiki. KR er með 9 stig eftir 9 leiki, í 8. sæti.

KR 1:2 ÍA opna loka
90. mín. Axel Sigurðarson (KR) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert