„Það vantar neistann“

Eyjamenn hafa nú tapað tveimur deildarleikjum í röð.
Eyjamenn hafa nú tapað tveimur deildarleikjum í röð. mbl.is/Þórður

Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir 1:0-tap lærisveina hans gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld. ÍBV hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.

„Það sem varð okkur að falli í dag voru ein klaufamistök í fyrri hálfleik. Okkur mistekst að losa pressu. Auk þess vantaði okkur gæði fremst á vellinum,“ sagði Bjarni eftir leikinn í Garðabænum í kvöld.

„Ég var óánægður með hvernig við brugðumst við pressunni þeirra í fyrri hálfleik sem ég meina að hafa orðið okkur að falli. Við eigum að geta hreinsað frá mun betur. Einnig eigum við að fara betur með sóknir sem við fáum eftir að hafa losað pressuna. Við erum ekki búnir að skora mark í síðustu tveimur leikjum og það vantar neistann; græðgi í innhlaupin í teignum,“ bætti Bjarni við.

Þjálfarinn var ánægðari með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik. „Við vorum miklu ákveðnari í seinni hálfleik, létum boltann ganga vel og náðum að opna þá. Það vantaði hins vegar fleiri fyrirgjafir og menn inn í teiginn. Sóknarleikurinn var ekki nógu beittur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert