Hingað til hefur verið nóg að vinna með einu marki

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við sköpuðum góð færi en það vantaði að koma inn öðru markinu því þegar staðan er 1:0 getur ýmislegt gerst en okkur hefur tekist að halda markalausu, sem er jákvætt,“  sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 1:0 sigur á Fylki í Kaplakrika í kvöld.   „Hingað til hefur verið nóg að vinna með einu marki og við höfum gefið fá færi á okkur en hins vegar mætti nýta færin betur.“

FH gersamlega yfirspilaði Árbæinga í byrjun.  „Við byrjuðum ágætlega en svo datt botninn úr þessu og Fylkir stjórnaði hraðanum í leiknum. Við náðum að kýla það upp í seinni hálfleik en þegar leið á hann voru menn jafnvel farnir að hugsa um að halda markinu hreinu í stað þess að sækja eitt mark,“ bætti Heimir við.  „Engu að síður fengum við góða möguleika á að skora fleiri mörk. Ég ætla að vona að við bætum okkur, það eru forsendur fyrir því en við þurfum að leggja hart að okkur á æfingasvæðinu og þá kemur það.  Auðvitað spilar inn í að áhorfendur eru ekki margir en svo sem ekkert sem við höfum ekki lent í áður en þá verður þetta að koma innan frá og við leystum það ágætlega. Þegar svo Evrópumótinu lýkur fyllast stúkurnar aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert