Seigur ísinn í Hafnarfirði

Elís Rafn Björnsson, Fylki, í baráttunni við skoska framherjann Steven …
Elís Rafn Björnsson, Fylki, í baráttunni við skoska framherjann Steven Lennon í liði FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir margar góðar sóknir og næstum því góð færi gekk FH illa að brjóta ísinn þegar Fylkir kom í heimsókn í Hafnarfjörðinn í kvöld. Það gekk þó upp einu sinni og Fylkir fagnaði 1:0 sigri, eins og í tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni.

Hafnfirðingar voru öllu hættulegri framan af, vantaði að vísu góðu færin en litlu munaði að kæmust í þau. Dugar samt skammt til að skora en gættu sín líka í vörninni því Fylkir fann enga glufu hjá heimamönnum.  Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að dró til tíðinda þegar Steve Lennon skaut í stöng og skoraði síðan beint úr aukaspyrnu á 51. Mínútu. Rétt á eftir átti Emil Pálsson að gera betur þegar komst einn á móti markverði Fylkis, Ólafi Íshólm Ólafssyni sem varði glæsilega. Þegar leið á leikinn fóru Árbæingar að fikra sig framar en ekki nóg til að fá færi á að jafna.

Með sigrinum heldur FH efsta sæti deildarinnar með 20 stig eftir 9 leiki en Fylkir sem fyrr vermir botninn með tvö stig eftir jafnmörg jafntefli.

FH 1:0 Fylkir opna loka
90. mín. Elís Rafn Björnsson (Fylkir) á skot framhjá Gott skot en yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert