Spilað betur og betur með hverjum leik

KA-menn eru á toppi 1. deildar karla.
KA-menn eru á toppi 1. deildar karla. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA tyllti sér á topp Inkasso-deildar karla í knattspyrnu með 2:0 sigri liðsins gegn HK í sjöundu umferð deildarinnar á Akureyrarvelli á laugardaginn. Erkifjandi KA, Þór Akureyri, er síðan með jafn mörg stig eftir 3:2 sigur liðsins gegn Fjarðabyggð á Eskjuvelli. Þór er hins vegar sæti neðar þar sem KA er með hagstæðari markatölu. Akureyraliðin eru með 16 stig, en Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig.

Guðmann Þórisson braut ísinn fyrir KA í sigrinum gegn HK með fyrsta marki sínu fyrir félagið, en hann gekk til liðs við liðið í vor sem lánsmaður frá FH. Guðmann var að vonum kampakátur með sigurinn og markið.

„Þetta var erfiður leikur eins og allir leikirnir í þessari deild eru. Þeir fengu fín færi til þess að komast yfir og voru inni í leiknum allan tímann. Það var gott að ná að brjóta ísinn með fyrsta marki mínu og við erum nú á þeim stað sem við viljum vera á,“ sagði Guðmann í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar er rætt við Guðmann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Guðmann Þórisson í leik með KA.
Guðmann Þórisson í leik með KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert