Loksins sigraði Fylkir

Vladimir Tufegdzic, leikmaður Víkings, í færi, en Ólafur Íshólm Ólafsson, …
Vladimir Tufegdzic, leikmaður Víkings, í færi, en Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fylkis sér við honum. mbl.is/Þórður Arnar

Fylkir vann lífsnauðsynlegan sigur þegar liðið lagði Víking Reykjavík að velli, 1:0, í níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Floridana-vellinum í kvöld. Það var José Sito Seoane sem skoraði sigurmark Fylkis á 81. mínútu leiksins.  

Fylkir er enn á botni deildarinnar þrátt fyrir sigurinn með fimm stig, en liðið er tveimur stigum á eftir Þrótti Reykjavík og ÍA. Víkingur Reykjavík er hins vegar með 11 stig í áttunda sæti deildarinnar. 

Fylkir 1:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) á skalla sem er varinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert