Eitthvað af færum datt inn og flottur sigur

Ólafur Tryggvi Brynjólfsson.
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson.

„Það datt inn úr einhverju af þeim og flottur sigur hjá okkur,“   sagði Ólafur Brynjólfsson þjálfari Valskvenna en áttu ekki miklum vandræðum með að vinna Þór/KA 6:1 að Hlíðarenda í þegar fram fóru leikir í 6. Umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu.

„Ég er mjög ánægður með stelpurnar, þær spiluðu góðan leik frá fremsta manni til þess aftasta og við gerðum það sem var lagt upp með, að halda boltanum vel.  Það vantaði aðeins uppá það í síðustu leikjum en nú spiluðum við boltanum vel upp og niður völlinn, það var hreyfing á liðinu og við sköpuðum okkur urmul af færum,“  bætti þjálfarinn við. 

Valskonur töpuðum illa gegn Stjörnunni í síðasta leik en Ólafur telur það ekki endalokin.  „Við vöknuðum aðeins við úrslitin úr síðasta leik okkar en ég við spiluðum samt ágætlega í þeim leik þar til við fengum á okkur mörkin og vorum frekar ofan á Stjörnunni en ekki.  Við verðum nú bara að taka hvern leik fyrir sig og þrjú stig, gera þannig klárt fyrir sumarið.

„Við erum alls ekki búin að missa af lestinni, einbeitum okkur í að taka einn leik fyrir í einu þó það sé frasi og við eigum eftir að spila aftur við liðin í efri hlutanum Stjörnuna og Breiðablik auk þess að Þór/KA og fleiri lið í deildinni eiga eftir að taka fullt af stigum svo þetta er engan veginn búið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert