Getur orðið stjarna

Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, (gulklædd) stóð í ströngu í …
Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, (gulklædd) stóð í ströngu í leiknum gegn Val á síðasta laugardag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á þessari leiktíð. Síðla vetrar söðlaði Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður Stjörnunnar til nokkurra ára, um og gekk til liðs við Val.

Þá kom röðin að hinni tvítugu Berglindi Hrund að taka við hlutverkinu eftir að hafa verið varamaður Söndru um nokkurt skeið. Berglind Hrund hefur svo sannarlega svarað kallinu og verið afar traust í sínum leik, aðeins fengið á sig eitt mark í fimm fyrstu umferðunum, og stjórnað varnarleik Stjörnunnar af myndugleika, að sögn Hörpu Þorsteinsdóttur, hins reynda fyrirliða Stjörnuliðsins. „Auk þess að stjórna vörninni hefur Berglind Hrund gripið af vel inn í leikinn. Það er ekkert einfalt að gera breytingar á öftustu varnarlínu liðanna en breytingarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Harpa.

„Berglind Hrund hefur verið frábær það sem af er mótinu. Hún fékk að vita það snemma í vetur að nú væri röðin komin að henni. Berglind Hrund hefur svo sannarlega svarað kallinu. Hún hefur aldrei verið í betra formi og sýnt meiri metnað en síðustu mánuði. Hugarfar hennar til íþróttarinnar er til sóma,“ sagði Harpa í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar er fjallað um Berglindi Hrund og rætt við Hörpu í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert